Aron Birkir og Daníel spiluðu í svekkjandi tapi Íslands

 

Aron Birkir Stefánsson og Daníel Hafsteinsson komu báðir við sögu í naumu 2-1 tapi Íslands gegn Búlgaríu í undankeppni EM U19 ára landsliða í dag. Jafnræði var með liðunum mest allan leikinn en 2 mörk Búlgara á 78. og 82. mínútu gerðu út um leikinn. Kolbeinn Birgir Finnson skoraði mark Íslands á 90 mínútu.

Aron Birkir lék allan leikinn í marki Íslands og varði meðal annars mjög vel í stöðunni 0-0 er búlgarar sluppu einir í gegn. Daníel kom inná á 84. mínútu og hefði getað jafnað leikinn í stöðunni 2-1 en skaut yfir markið í góðu færi. Aron Dagur Birnuson sat á bekknum allan leikinn.

Næsti leikur Íslands í riðlinum er gegn Englandi á laugardaginn klukkan 16:30. England vann öruggan 6-0 sigur á Færeyjum fyrr í dag.

 

Sambíó

UMMÆLI