Aron Einar gaf bróður sínum EM-skeggið í veiðiflugu – Mynd

Aron Einar Gunnarsson

Landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, hefur ekki bara vakið heimsathygli fyrir vasklega framgöngu sína inn á fótboltavellinum heldur hefur skeggvöxtur Þorparans einnig vakið mikla athygli.

Aron Einar var einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi fyrir ári síðan og var andlit hans eitt það þekktasta af öllum stórstjörnum mótsins. Aron hélt skegginu allt þar til í febrúar á þessu ári þegar hann snyrti sig loksins og vakti sá rakstur athygli stærstu fjölmiðla heimsins.

Aron hefur greinilega haldið vel utan um skeggið því hann færði bróður sínum, handknattleiksmanninum Arnóri Þór Gunnarssyni, afar glæsilega veiðiflugu eins og sjá má hér að neðan en Arnór Þór er mikill veiðimaður og nýtir sumarfrí sitt jafnan til veiða í íslenskum ám.

Sjá einnig

Aron Einar ætlar að raka sig á morgun

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó