Aron Einar hvetur þjóðina áfram í baráttunni við Covid

Aron Einar hvetur þjóðina áfram í baráttunni við Covid

Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði karlaliðs Íslands í fótbolta, sendi skilaboð til þjóðarinnar á Twitter í dag og hvatti fólk til þess að reyna að halda í jákvæðnina.

Hertar aðgerðir vegna þróunar Covid-19 faraldursins voru kynntar í morgun. Samkomutarkmarkanir voru lækkaðar niður í 100 manns og þá mun tveggja metra reglan taka aftur gildi. Frá hádegi á morgun verða þessar reglur teknar í gildi.

Margir hafa lýst yfir vonbrigðum með það að faraldurinn sé kominn aftur á skrið en Aron hvetur fólk til þess að vera jákvætt og treysta Covid teyminu.

„Höldum áfram að vera jákvæð, drepum þetta í fæðingu og treystum fólkinu sem kom okkur útúr þessu síðast er það ekki?“ skrifar Aron á Twitter síðu sinni í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó