Aron Einar í landsliðshópnum

Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði íslenska liðsins

Aron Einar Gunnarsson hefur verið valinn í landslið Íslands í fótbolta fyrir komandi leiki gegn  Tyrklandi og Kosóvó í undankeppni HM. Aron hefur verið að glíma við tognun í rassvöðva upp á síðkastið og missti af leik Cardiff og Leeds United í ensku 1. deildinni um helgina.

Það er þó ekki staðfest að Aron nái að spila leikina en meiðslin gætu komið í veg fyrir það. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari segir að staðan verði skoðuð þegar nær dregur.

Birkir Bjarnason leikmaður Aston Villa á Englandi er þá á sínum stað í hópnum en hópinn í heild má sjá hér að neðan.

Markmenn 
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Excelsior)
Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)

Varnarmenn 
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Rubin Kazan)
Kári Árnason (Aberdeen)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Jón Guðni Fjóluson (Norköping)

Miðjumenn 
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Arnór Ingvi Traustason (AEK Aþena)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshoppers)
Rúrik Gíslason (Nurnberg)
Arnór Smarason (Hammarby)

Sóknarmenn 
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Jón Daði Böðvarsson (Reading)
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó