Aron Einar næst launahæsti íslenski atvinnumaðurinnMynd: Fréttablaðið

Aron Einar næst launahæsti íslenski atvinnumaðurinn

Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson er næst launahæsti íslenski atvinnumaðurinn samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Aron Einar er með um 350 milljónir króna í árslaun hjá knattspyrnuliðinu Al Arabi í Katar.

Aron framlengdi samning sinn við katarska félagið í sumar til eins árs með möguleika á eins árs framlengingu til viðbótar. Aron er 33 ára og á að baki 97 landsleiki fyrir Ísland.

Fjallað er um íslenska atvinnumenn í íþróttum í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar sem kemur út á morgun, 29. desember 2022. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.

Sambíó

UMMÆLI