Aron Einar og Birkir á sínum stað í HM hópi Íslands

Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason eru báðir í 23 manna hópi Íslands sem fer á HM í næsta mánuði en Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, opinberaði hópinn fyrr í dag.

Þeir hafa báðir um árabil verið hluti af Íslenska landsliðinu og áttu þeir stóran þátt í því þegar liðið komst alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi 2016.

Aron Einar er hluti af liði Cardiff City sem tryggði sér á dögunum sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Á morgun mæta svo Birkir og hans menn í Aston Villa liði Middlesbrough í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Aron, sem er fyrirliði landsliðisins, er þó í kapphlaupi við tímann en hann meiddist í leik með Cardiff í lok síðasta mánuðar. Hann segist þó sjálfur vera viss um að hann verði orðinn klár fyrir fyrsta leik á HM.

Hópurinn var kynntur með frábæru myndbandi en myndbandið má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó