Listasafnið gjörningahátíð

Aron Einar snýr aftur til Katar

Aron Einar snýr aftur til Katar

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson sem gekk til liðs við Þórsara í sumar mun fara út til Katar og spilar þar í vetur. Aron staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.

Í umfjöllun Fótbolti.net kemur fram að Aron Einar rifti samningi sínum við Þór fyrr í mánuðinum og Aron segir að það hafi gerst fyrir lokaleikinn í Lengjudeildinni. Þar með gat hann samið í Katar þar sem leikmannaglugginn var enn opinn.

Ekki kemur fram við hvaða lið Aron hefur samið en þó segir að félagið sem hann semur við sé í Meistaradeild Asíu þar sem má tefla fram fleiri erlendum leikmönnum en í deildinni í Katar.

Samningur Arons við Þór átti að gilda út næsta sumar en hann var þó opin með það þegar hann gekk til liðs við Þór að hugurinn leitaði aftur út svo að hann myndi fá tækifæri á því að spila áfram með íslenska landsliðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó