fbpx

Aron Einar spilaði sinn fyrsta leik síðan á HM

Aron Einar spilaði sinn fyrsta leik síðan á HM

Aron Einar, landsliðsfyrirliði, var í byrjunarliði Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið fékk Fulham í heimsókn.

Cardiff vann leikinn 4-2 en sigurinn er sá fyrsti í deildinni hjá Cardiff, liðið er með 5 stig eftir 9 leiki eftir leikinn í dag.

Aron var að spila sinn fyrsta leik fyrir Cardiff á tímabilinu en hann hefur ekki spilað síðan Ísland tapaði gegn Króötum á HM í júní.

UMMÆLI