Aron Elí Sævarsson í ÞórMynd: ksi.is

Aron Elí Sævarsson í Þór

Þórsarar eru byrjaðir að styrkja sig fyrir seinni hluta Inkasso deildarinnar en í dag gekk Aron Elí Sævarsson til liðs við liðið.

Aron sem er 22 ára vinstri bakvörður kemur á láni til liðsins út tímabilið frá Val.
Aron hefur spilað 54 meistaraflokks leiki fyrir KH, HK og nú síðast Hauka þar sem hann hefur verið á láni fyrri hluta sumarsins.

Þórsarar leika við Fram á heimavelli á föstudaginn kl: 18:00 og ætti Aron að geta spilað sinn fyrsta leik fyrir liðið þá.

Aron Elí og Gestur Arason gjaldkeri knattspyrnudeildar við undirrituðu samninginn í Hamri í kvöld.

UMMÆLI