Aron Ingi Magnússon hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2027.
Aron hefur leikið alla leiki með Þór í deildinni í sumar og hélt upp á nýjan samning með því að skora eitt mark og leggja upp tvö í 0-5 sigri á Fjölni í fyrradag.
Alls hefur hann leikið 95 meistaraflokksleiki fyrir Þór og skorað 15 mörk en hann er 20 ára gamall og hefur leikið 4 landsleiki fyrir U19 ára landslið Íslands.
UMMÆLI