Gæludýr.is

Aron Pálsson tekur við Húsasmiðjunni á Akureyri

Aron Pálsson tekur við Húsasmiðjunni á Akureyri

Akureyringurinn Aron Pálsson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Kea og Sigló Hótel undanfarin ár hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Akureyri.

Aron hefur starfað hjá Kea-hótelum í yfir 17 ár, og sinnt þar stjórnunarstarfi í yfir 11 ár. Hann er menntaður viðskiptafræðingur með áherslu á stjórnun og markaðsmál frá Háskólanum á Akureyri. 

„Það er mér mikill heiður að taka við starfi rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið er öflugt á mörgum sviðum og ég er afar spenntur fyrir þeim tækifærum sem felast í því að byggja á traustum grunni starfsfólks og viðskiptavina. Framundan eru spennandi tímar, og fyrirtækið er í góðri stöðu til að styrkja sig enn frekar. Ég skila af mér stoltur þeirri vinnu sem ég hef sinnt síðastliðinn áratug með öflugri liðsheild en hlakka einnig til að takast á við ný verkefni, á nýjum vettvangi,“ segir Aron í spjalli við Kaffið.is.

,,Við opnuðum nýja og glæsilega verslun Húsasmiðjunnar fyrir tveimur árum síðan þar sem áherslan var á enn öflugri timbursölu, góða þjónustu og breitt vöruúrval bæði í Húsasmiðjunni og Blómaval.  Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að þjónusta viðskiptavini okkar vel, bæði í nærumhverfi en ekki síður um allt Norðurlandið.  Með tilkomu nýrrar verslunar hefur sala til fagaðila í byggingageiranum aukist og stefnum við að því að efla hana frekar á næstu misserum með enn öflugri fagdeild,“ segir Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri verslanasviðs Húsasmiðjunnar & Blómavals.

„Mannauðsmálin skipta miklu máli í rekstri góðs fyrirtækis.  Eitt af lykilatriðum til að halda uppi góðu þjónustustigi við viðskiptavini okkar er að vera með öflugun stjórnanda sem brennur fyrir því að sjá starfsfólk sitt vaxa og þroskast í starfi á sama tíma að veita viðskiptavinum góða þjónustu.  Aron er sterkur leiðtogi sem hefur náð miklum árangri, bæði í rekstri og ekki síður ánægju starfsmanna og viðskiptavina.  Við erum gríðarlega spennt að fá hann í hópinn og hlökkum til að vinna með honum að efla viðskiptasambönd og tryggja enn frekar góða verkferla og þjónustustig á Norðurlandi til framtíðar,“ segir Tinna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó