Aron skoraði glæsilegt mark í sigri Al Arabi

Aron skoraði glæsilegt mark í sigri Al Arabi

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, skoraði þriðja mark Al Arabi í 3-1 sigri liðsins í dag gegn Al Kharitiyath. Sigurinn er sá fyrsti síðan 9. nóvember.

Markið sem Aron skoraði var stórglæsilegt, en hann vann boltann fyrir framan sinn eigin vítateig og skaut svo vel fyrir aftan miðju vallarins yfir markmann Al Kharitiyath. Myndband af markinu má sjá hér að neðan.

UMMÆLI