Ást á rauðu ljósi í tilefni af Akureyrarvöku 

Ást á rauðu ljósi í tilefni af Akureyrarvöku 

GLUGGINN í Hafnarstræti 88, vinnustofu Brynju Harðardóttur, verður í ástarham á Akureyrarvöku og hefst föstudaginn 30. ágúst. Vegfarendum gefst kostur á að líta inn um gluggann og upplifa svolítið ástarævintýri þar sem rómantík, galsi og daður ráða ríkjum. Sýningin nefnist „Ást á rauðu ljósi“ og sýnir svipmynd af lautartúr þar sem rauði liturinn er áberandi og vísar í blóðheitar tilfinningar og ástina sjálfa.  Ástina og kærleikann sem við erum svo lánsöm að vera minnt á í hvert sinn sem stoppað er á rauðu ljósi innan Akureyrarbæjar.

Sýningin stendur til 15. september, hentar öllum aldurshópum og er aðgengileg allan sólarhringinn þar sem hennar er notið utan frá séð. 

Glugginn í Hafnarstræti 88 er hugverk systranna Brynju Harðardóttur Tveiten myndlistarkonu og Áslaugar Harðardóttur Tveiten sem rekur skrautmunasöluna Fröken Blómfríður. Hann er  styrktur af  Menningarsjóði Akureyrarbæjar og hefur þann tilgang að lífga upp á umhverfið og vekja jákvæð hughrif hjá þeim sem eiga leið hjá. Efni Gluggans er síbreytilegt og tengist líðandi stundu.  

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó