Ástandið gott næstum alls staðar

Ástandið gott næstum alls staðar

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri heim­sótti veit­inga­hús í gær­kvöldi og kannaði með aðstæður. Einn staður á Akureyri fór ekki að reglum. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Þar er haft eftir varðstjóra í lög­regl­unni á Ak­ur­eyri að ástandið hafi verið gott á nán­ast öll­um stöðum fyr­ir utan á einum vín­veit­ingastað. Þar voru of marg­ir gest­ir þegar lög­regla kom í gær­kvöldi og kannaði aðstæður.

Eitt­hvað var um hávaðaút­köll í gær­kvöldi og í nótt en eng­inn gist­ir fanga­geymsl­ur lög­reglu á Ak­ur­eyri eft­ir nótt­ina.

UMMÆLI