Listasafnið gjörningahátíð

Ásthildur bæjarstjóri skrifar um kvennaathvarfið

Ásthildur bæjarstjóri skrifar um kvennaathvarfið

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, segir: „Akureyrarbæ greiða götu kvennathvarfs á Akureyri eins og kostur er“ í pistli á visir.is.

Í pistlinum undirstrikar hún mikilvægi þess að hafa slíkt athvarf á Akureyri, því þörfin sé því miður brýn. Líkt og Kaffið tilkynnti um í sumar þá er Kvennaathvarfið að missa húsnæði sitt þann 1. janúar 2025 og nýtt húsnæði ekki enn fundist fyrir starfsemina.

Ásthildur talar fyrir því að athvarfið eignist húsnæði til frambúðar á Akureyri og komist af leigumarkaðinum. Akureyrarbær muni greiða götuna svo það takmark náist. Akureyrarbær hefur styrkt starfsemina síðan Kvennaathvarfið opnaði á Akureyri og nú síðast um eina og hálfa milljón fyrir árið 2024.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó