Ásthildur verður áfram bæjarstjóri

Ásthildur verður áfram bæjarstjóri

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag samhljóða samning við Ásthildi Sturludóttur sem verður áfram bæjarstjóri Akureyrarbæjar næstu 4 árin. Ásthildur segist vera þakklát og stolt og að hún muni auðmjúk halda áfram sínum störfum.

Síðastliðin 4 ár hafa verið sérstaklega góð, þó svo að sannarlega hafi verið miklar áskoranir í rekstrinum en það er þó allt á réttri leið. Ég er þakklát fyrri bæjarstjórn sem treysti mér, aðkomustelpunni, fyrir stóru verkefni. Ég hlakka til næstu 4 ára enda bæjarstjórnin öflug og hjá sveitarfélaginu starfar frábært fólk sem ég hlakka til að starfa áfram með. Á Akureyri er framtíðin björt, hér er einstaklega gott að búa og eins og allir vita er Eyjafjörðurinn fagur,“ segir Ásthildur á Facebook í dag.

UMMÆLI