Auglýsa eftir fólki á Norðurlandi fyrir tökur á Ráðherranum

Auglýsa eftir fólki á Norðurlandi fyrir tökur á Ráðherranum

Tökur á sjónvarpsþættinum Ráðherrann eru nú í fullum gangi en á næstu dögum verða teknar upp nokkrar senur á Norðurlandi. Ólafur Darri fer með aðalhlutverk í þáttunum.

Sagafilm hefur auglýst eftir aukaleikurum á Norðurlandi en hér að neðan má sjá frekari upplýsingar:

„Okkar vantar fólk í bakgrunni á nokkrum stöðum. Hérna fyrir neðan eru upplýsingar um hvar það er sem við þurfum fólk.

Ef þið hafið áhuga og komist með okkur í þetta skemtilega verkefni þá endilega sendið email á arnthorthor@gmail.com. Það þarf að koma fram nafn, aldur, símanúmer og email ásamt hvaða tökur það eru sem þið komist í.

24. júní
Fólk í kirkju við jarðaför (Tjarnakirkja í Svarfaðardal) kl. 13:00
Fólk í kirkju við jarðarför (Tjarnakirkja í Svarfaðardal) kl. 13.45
4 sundgestir (2 mæður, 2 börn) Dalvík, Sundlaug, kl. 15:30

26. júní
Fólk á AK flugvelli
Mæting ca 8 um morguninn.

27. júní
Fundargestir(Svarfaðardalur)
Mæting yrði ca 12:30-12.

29. júní
Gestir á Bautanum
Mæting yrði kl 8 um morguninn ca.“

UMMÆLI

Sambíó