Auglýsa störf við farsóttarhús á Akureyri

Auglýsa störf við farsóttarhús á Akureyri

Rauði krossinn á Íslandi hefur óskað eftir því að ráða til starfa starfsfólk í farsóttarhús á Akureyri.

Í starfslýsingu segir: „Um tímabundið starf er að ræða til mánaðar í senn með möguleika á framlengingu ef úrræðið er starfrækt lengur.Um vaktavinnu er að ræða, dagvinna, eftirvinna, næturvinna. Almennt eru vaktir 8 klst. Möguleiki á hlutastarfi sé þess óskað.“

Farsóttarhúsið stendur til boða fyrir þá sem ekki hafa haft kost á því að vera í einangrun heima fyrir. Fáir einstaklingar eru staddir í farsóttarhúsinu í dag.

Þrjú farsóttarhús eru á landinu nú vegna Covid-19 en hin tvö eru staðsett í Reykjavík.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó