Auglýsingarherferð Norðlenska vekur athygli

Auglýsingarherferð Norðlenska vekur athygli

Ný auglýsingarherðferð Norðlenska, þar sem börn með skegg eru í aðalhlutverki, hefur mikla athygli. Um er að ræða auglýsingar fyrir kjötbollur.

Textinn sem fylgir auglýsingunum er „Eldast fljótt“. Það er þó ekki verið að auglýsa gamlar kjötbollur heldur er verið að vitna í þá staðreynd að það taki ekki langan tíma að elda kjötbollurnar.

Auglýsingastofan á bakvið opnuna er stofan Cirkus. Á DV.is er rætt við Guðlaug Aðalsteinsson, auglýsingastjóra.

„Fyrst og fremst er þetta orðaleikur. Þegar við byrjuðum á þessari herferð fyrir Norðlenska þá fannst okkur vera sterkur þessi punktur með að þú getur verið fljótur að elda þetta. Í staðinn fyrir að eyða löngum tíma fyrir framan eldavélina getur þú nýtt meiri tíma með börnunum þínum, til dæmis horft á einn Hvolpasveitar-þátt,“ segir Guðlaugur á DV.is. Hann segir að fólk hafi almennt tekið vel í herferðina.

Þau eldast svo fljótt 🧡 en það er allt í lagi, því að bollurnar frá Norðlenska gera það líka. 😁Þannig getur þú átt…

Posted by Norðlenska on Monday, February 8, 2021

UMMÆLI