Aukið við húsnæði heilsugæslunnar í Sunnuhlíð á Akureyri

Aukið við húsnæði heilsugæslunnar í Sunnuhlíð á Akureyri

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur heimilað Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) að taka á leigu um 250 fermetra húsnæðis í Sunnuhlíð og skapa þannig aukið rými fyrir starfsemi heilsugæslunnar sem þar er til húsa. Þar verður einnig starfsstöð Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands sem hefur verið með aðsetur í gömlu heilsugæslustöðinni við Hafnarstræti. 

Sjá einnig: „Það sem við fáum í staðinn er margfalt mikilvægara“

Húsnæðið aukið úr 1.800 fermetrum í 2.050

Ný heilsugæslustöð HSN í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun í mars síðastliðnum í húsnæði sem er sérhannað fyrir heilsugæsluþjónustu. Óhætt er að segja að með tilkomu hennar hafi orðið bylting varðandi alla aðstöðu starfsfólks og þeirra sem þangað sækja þjónustu. Með auknu húsnæði í Sunnuhlíð verður unnt að flytja þangað ýmsa starfsemi sem hefur verið rekin í leiguhúsnæði annars staðar í bænum og styðja þannig enn betur við starfsemina.

Áfram er stefnt að því að opna aðra starfsstöð heilsugæslu HSN á Akureyri og er unnið að því af hálfu FSRE (Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum).

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó