Bæjarráð tekur vel í umsókn um vínveitingarleyfi í Hlíðarfjalli

Bæjarráð tekur vel í umsókn um vínveitingarleyfi í Hlíðarfjalli

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar tók fyrir umsókn AnnAssist ehf. um vínveitingaleyfi á veitingastað í Hlíðarfjalli á fundi í dag, 11. mars. Bæjarlögmaður vísaði málinu til bæjarráðs vegna þess að það getur talist stefnumarkandi.

Sjá einnig: Sóley Björk segir sölu á áfengi í Hlíðarfjalli ekki viðeigandi

Meirihluti bæjarráðs samþykkti að veita jákvæða umsögn vegna umsóknarinnar um vínveitingaleyfi til rekstraraðila veitingasölu í Hlíðarfjalli með eftirfarandi skilyrðum:

1. Leyfi sé bundið samningi við núverandi rekstraraðila sem gildir til 30. apríl 2021.

2. Afgreiðslutími virka daga sé frá kl. 16-19.

Hilda Jana Gísladóttir úr Samfylkingunni sat hjá við afgreiðsluna og lagði til að umsögn yrði fengin frá forvarnarfulltrúum bæjarins um sölu áfengis í Hlíðarfjalli áður en ákvörðunin yrði tekin.

UMMÆLI