Bæjarstjóri þakkar vel unnin störf og hvetur til samstöðu

Bæjarstjóri þakkar vel unnin störf og hvetur til samstöðu

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vel unnin störf og hvetur til samstöðu í baráttunni gegn COVID-19 í færslu á Facebook síðu sinni í dag.

Ég á ekki nógu mörg orð til þess að hrósa frábæru stafsfólki Akureyrarbæjar þessa dagana. Það er sama hvert litið er. Sjúkrafluningamenn sem leggja sig alla fram við að bjarga lífi fólks í fyrsta viðbragði. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur aðlagað starfsemi sína á undraskömmum tíma að breyttum aðstæðum. Það er störfum þeirra að þakka að fólkið sem stendur í framlínunni í baráttunni við veiruna skæðu getur sinnt störfum sínum af fullum þunga,“ skrifar Ásthildur.

„Allt starfsfólkið í velferðarþjónustunni sem sinnir öldruðum, fötluðum og öllum þeim sem minna mega sín við algjörlega nýjar aðstæður á líka endalausar þakkir skilið. Þar hefur starfseminni verið breytt þannig að fyllsta öryggis sé gætt og reynt að tryggja að allt gangi snuðrulaust fyrir sig við erfið skilyrði.Við eigum gott fólk og samstaðan er einstök. Höldum henni. Hún er svo mikilvæg á erfiðum tímum.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó