Bæjarstjórn ósátt við nýja samgönguáætlun sem gerir ekki ráð fyrir uppbyggingu á AkureyrarflugvelliAkureyrarflugvöllur er fjárskertur í nýrri samgönguáætlun.

Bæjarstjórn ósátt við nýja samgönguáætlun sem gerir ekki ráð fyrir uppbyggingu á Akureyrarflugvelli

Bæjarfulltrúar Akureyrarbæjar hafa lýst yfir óánægju sinni í fjölmiðlum og persónulegum færslum á facebook vegna nýrrar samgönguáætlunar ríkisstjórnarinnar. Í þessari samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni til uppbyggingar Akureyrarflugvallar. Ekki einu sinni í 15 ára áætlun. Uppbygging flugvallarins á Akureyri, sem og á Egilsstöðum, hefur lengi verið baráttumál fyrir kjörna sveitarstjórnarfulltrúa en flugvellirnir eru taldir vera ein besta leiðin til að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Einnig eru flugvellirnir varavellir fyrir Keflavíkurflugvöll og það því einnig brýnt að byggja þá upp, öryggisins vegna.

Hilda Jana birti færslu á facebook á dögunum þar sem hún segir það vægt til orða tekið að bæjarfulltrúar séu svekktir með nýju samgönguáætlunina og vitnar í bókun frá bæjarstjórnarfundi:
„Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að í fimm ára samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir fjármögnun uppbyggingar Akureyrarflugvallar. Það samræmist hvorki byggðastefnu stjórnvalda né umræðu um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Þá hvetur bæjarstjórn Akureyrar ríkisstjórnina til að ljúka við löngu tímabæra eigendastefnu Isavia, ekki síðar en um áramótin 2018/2019.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó