Bæta við sýningum á Kabarett – Sýningar milli jóla og nýárs

Bæta við sýningum á Kabarett – Sýningar milli jóla og nýárs

Söngleikurinn Kabarett, sem sýndur er í Samkomuhúsinu, hefur notið gríðarlegra vinsælda og fengið einróma lof gagnrýnenda. Vegna góðrar aðsóknar hefur Menningarfélag Akureyrar bætt við sýningum af söngleiknum og ætla sér m.a. að sýna milli jóla- og nýárs. Sýnt verður út nóvember og einnig áfram á nýju ári.

Leikhússtjórinn Marta Nordal er leikstjóri verksins en hinn heimsfrægi danshöfundur Lee Proud sá um að semja dansatriði sýningarinnar. Uppsetningin er á vegum allra sviða Menningarfélags Akureyrar; Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Viðburðasviðs MAk. Með aðalhlutverk fara Andrea Gylfadóttir, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Hjalti Rúnar Jónsson, Jóhann Axel Ingólfsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Karl Ágúst Úlfsson.

Tengdar fréttir: 

Kabarett lofsunginn eftir frumsýningarhelgi – „Svona á leikhús að vera“

UMMÆLI

Sambíó