Bagaleg staða hjá Sundfélaginu Óðni

Bagaleg staða hjá Sundfélaginu Óðni

Sundfélagið Óðinn þurfti í dag að aflýsa öllum útiæfingum í Sundlaug Akureyrar vegna frosthörku. Opinber mælir sýnir -11°.

„Engar útiæfingar fara fram í dag. Aflýsa þurfti æfingu í morgun hjá afrekshópi og núna seinni partinn í dag hjá afreks-, úrvals- og framtíðarhóp sem eru samtals um 68 iðkendur. Stjórn og þjálfurum Óðins þykir þessi staða vera bagaleg og að aflýsa þurfi æfingum síðasta fimmtudag og svo aftur í dag vegna kulda og bágborinnar aðstöðu hjá þriðja stærsta sundfélagi landsins,“ segir í tilkynningu frá Óðni.

Einnig þurfti að aflýsa æfingum félagsins síðasta fimmtudag. Þá var sagt í tilkynningu að þetta væri því miður sá raunveruleiki sem sundfélagið þyrfti að búa við.

Sjá einnig: Ég og Óðinn, Óðinn og ég!

UMMÆLI