Á mánudagskvöldið fór fram Frjálsíþróttamót Reykjavíkurleikanna. Þar keppti besta frjálsíþróttafólk landsins ásamt erlendum gestum. Á mótinu tók Baldvin Þór Magnússon sig heldur betur til og sló sitt eigið Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 3:39,67 en fyrir ári síðan sló hann 44 ára gamalt met Jón Diðrikssonar þegar hann hljóp á 3:41,05.
Baldvin keppir fyrir UFA og er búinn að vera gera það gott í hlaupunum en hann var meðal annars valinn Íþróttakarl Akureyrar 2023 sem Kaffið fjallaði um.
Á vef Rúv má sjá lokasprett hlaupsins þegar Baldvin setur metið.
UMMÆLI