Bankaði upp á hjá fólki á Akureyri og þóttist vera frá heimaþjónustunni

Bankaði upp á hjá fólki á Akureyri og þóttist vera frá heimaþjónustunni

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst í dag tilkynning um að ungur maður hefði bankað upp á í íbúð hjá fólki og þóst vera frá heimaþjónustunni. Maðurinn kvaðst vera að fara í búðir og bauðst til þess að versla inn fyrir heimilisfólkið.

Húsráðandi áttaði sig á því að ekki var um starfsmann heimaþjónustunnar að ræða. Við viljum því benda á að starfsmenn heimaþjónustunnar bera allir starfsmannaskírteini sem þeir eiga að geta framvísað og hvetjum við jafnframt aðstandendur til þess að upplýsa þá sem þeir þekkja og njóta stuðnings heimþjónustunnar um þetta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Uppfært: Þarna var starfsmaður á vegum Velferðarsviðs Akureyrarbæjar á ferðinni og húsráðandi þekkti ekki manninn og bjóst ekki við honum á þessum tíma. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að það sé engu að síður alltaf gott að vera vakandi fyrir þessu og að það hafi verið gott að þetta átti ekki við rök að styðjast í þessu tilviki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó