Bann við vinnu í nýbyggingu að Hafnarstræti 26

Bann við vinnu í nýbyggingu að Hafnarstræti 26

Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu við handrið í nýbyggingu að Hafnarstræti 26 á Akureyri vegna vinnuslyss.

Var vinna bönnuð við stigagang á verkstað þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna skorts á fallvörnum, sbr. 85. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Bannið gildir þar til búið er að gera úrbætur og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný.

UMMÆLI