Bannað að dæma – Prestar

Bannað að dæma – Prestar

Sindri og Stefanía, prestar í Glerárkirkju, eru gestir í tíunda þætti hlaðvarpsins Bannað að dæma með Heiðdísi Austfjörð og Dóra K.

„Við ræddum sorg, gleði, tilfinningar og hvernig fólk tekst á við dauðann. Þau eru bæði gífurlega hress og skemmtileg og það var ótrúlega gaman að fræðast um líf þeirra. Sindri er tvíkynhneigður og Stefanía samkynhneigð, það hefur ekki truflað neinn innan kirkjunnar enda á það ekki að gera það,“ skrifa þáttastjórnendur um þáttinn sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI