Barnið sem slasaðist á leikskóla í Hörgársveit á batavegi

Barnið sem slasaðist á leikskóla í Hörgársveit á batavegi

Barnið sem slasaðist á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit á föstudaginn og var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur er á batavegi. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins en lögregla var kölluð að skólanum um tvö leytið á föstudaginn ásamt sjúkraflutningsmönnum.

Barnið var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þar liggur það enn og er samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV á batavegi.


Goblin.is

UMMÆLI


Goblin.is