Benedikt búálfur í sjónvarpið

Benedikt búálfur í sjónvarpið

Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt í Samkomuhúsinu, verður sýndur í Sjónvarpi Símans fyrir jólin. Sýningin hefur hlotið dæmalausar vinsældir og hefur nú verið tekin upp af fagfólki fyrir komandi kynslóðir að njóta.

Marta Nordal segir afar dýrmætt að þessi vinsæla sýning sé tekin upp af reynsluboltum í kvikmyndabransanum. „Þannig lifir hún áfram um ókmna tíð næstu kynslóðum til yndis og ánægju. Það er er líka viðurkenning á gæðum sýningarinnar að Síminn hafi áhuga framleiða hana og sýnir metnað hans fyrir íslensku menningarefni fyrir börn.“

Benedikt búálfur verður sýndur hjá Símanum í takmarkaðan tíma og frumsýndur rétt fyrir jólin. „Við erum stolt að vita að sýning í leikhúsi sem er alla jafna er list augnabliksins sé gerð ódauðleg og erum þess fullviss að útkoman gerir sýningunni góð skil,“ segir Marta.

Aðeins örfáar sýningar eru eftir af söngleiknum. Miðasala er á mak.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó