Besta veðrið á Norðurlandi um helginaÞetta telst nú varla til frétta enda Norðlendingar vanir besta veðrinu.

Besta veðrið á Norðurlandi um helgina

Það kemur engum á óvart að enn og aftur stefnir í að besta veður landsins verði á Norðurlandi ef marka má veðurspánna. Heilt yfir stefnir í sólarlitla en hlýja verslunarmannahelgi á landinu. Besta veðrið verður á sunnudaginn en þá er einmitt stærsti viðburður verslunarmannahelgarinnar, Sparitónleikarnir á Samkomuhúsflötinni.

Fréttablaðið greinir frá að veðurspáin sé þokkaleg en þó síst á föstudeginum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að sunnan- og vestanlands rigni í dag en þó verði ekki mjög hvasst. Á laugardaginn verði hins vegar hægur vindur, hlýtt og þurrt.

Á Norðurlandi er spáð hátt í 20 stiga hita á sunnudaginn. Þá verður einnig hlýtt til að byrja með annarsstaðar á landinu en svo fer að hvessa í Vestmannaeyjum og rigna á Suðurlandinu.

Sjá einnig: 

Ein með öllu – Yfir 70 tónlistaratriði á dagskrá helgarinnar og tvö tívolí


UMMÆLI