Betri hagstjórn í boði Miðflokksins 

Betri hagstjórn í boði Miðflokksins 

Ragnar Jónsson skrifar

Við viljum spara og lækka skatta. Við viljum hallalaus fjárlög sem munu leiða til hraðari lækkunar vaxta og verðbólgu. Það er lykilatriði fyrir heimilin okkar sem hafa sífellt þrengt beltið í slæmri hagstjórn fráfarandi ríkisstjórnar. Við höfum fylgst of lengi með húsnæðislánunum okkar hækka. Það verður að hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem skila engu fyrir samfélagið okkar. 

Við höfum tekist á við þetta áður með góðum árangri og teljum okkur vel í stakk búin til þess að ná að gera þetta aftur. Það má treysta Miðflokknum í þessu því við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Miðflokkurinn vill ýta undir einkaframtakið og auka verðmætasköpun. Forsendan fyrir árangri er að ná tökum á ríkisfjármálunum og reka ríkissjóð hallalaust. 

Sem íbúi landsbyggðarinnar sé ég að það er sérstaklega mikilvægt að lækka skatta til þess að koma til móts við okkur sem búum fjarri opinberri þjónustu. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Mér finnst óforsvaranlegt að halda áfram með áformin um Borgarlínu í núverandi mynd sem mun kosta skattgreiðendur af öllu landinu hundruð milljarða áður en yfir lýkur. 

 Það á ekki að bruðla með skattpeningana þína. 

 Veldu xM í þessum kosningum, næstu fjögur ár skipta máli! 

Höfundur situr í 6. sæti fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi. 

VG

UMMÆLI

Sambíó