Birgir til Finnlands með U17

Birgir Baldvinsson er í U17 ára landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í undakeppni EM í Finnlandi.

Liðið mun leika gegn heimamönnum miðvikudaginn 27. september, Færeyjum laugardaginn 30. september og Rússum þriðjudaginn 3. október. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil EM og því til mikils að vinna.

Birgir spilar sem vinstri bakvörður og var í sumar fyrirliði 3. flokks karla hjá KA. Hann átti gott sumar með liði sínu sem endaði í 3. sæti A-deildar og urðu bikarmeistarar Norður- og Austurlands.

UMMÆLI