Birkir Blær gefur út sína fyrstu plötu

Birkir Blær gefur út sína fyrstu plötu

Norðlenski tónlistarmaðurinn Birkir Blær gefur út sína fyrstu plötu, Patient, á föstudaginn næstkomandi, 28. ágúst. Platan verður þá aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.

Patient er 10 laga plata sem Birkir hefur unnið að í dágóðan tíma. Öll lög og textar á plötunni eru eftir Birki sjálfan en hann vann útsetningar á lögunum með Hreini Orra, bróður sínum.

„Tónlistarstíllinn minn er einhverstaðar á milli pop og R&B en líka áhrif úr jazz, hip hop og fleiri stefnum. Tónlistarfólk sem hefur haft áhrif á mína tónlist er til dæmis Billie Eilish, Masego, Shawn Mendes og fleiri,“ segir Birkir Blær.

Birkir er 20 ára tónlistarmaður frá Akureyri. Hann vann söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2018 og hefur síðan þá verið duglegur að koma fram á tónleikum, athöfnum og hátíðum.

Platan Patient er eins og áður segir hans fyrsta plata en ásamt því að vera gefin út á streymisveitum er geisladiskur væntanlegur innan nokkurra vikna.

Sambíó

UMMÆLI


Goblin.is