Birkir Blær og Stefán Elí sameinast í nýju lagiBirkir Blær og Stefán Elí sameina krafta sína í nýju lagi.

Birkir Blær og Stefán Elí sameinast í nýju lagi

Í gær, föstudaginn 21. des, gaf bleikhærði tónlistarmaðurinn Stefán Elí, ásamt hjartafaðmaranum Birki Blæ út splunkunýjan smell. Verkið ber heitið “You Can’t Save Me” og er þriðja smáskífa Stefáns Elís í vetur. Báðir ljá þeir vinir laginu rödd sína og einnig má heyra þá báða leika á gítar en Stefán Elí sá um pródúseringu og upptökur. Birkir og Stefán hafa báðir verið mjög virkir í tónlistarsenu Akureyrar, bæði í að koma fram, semja tónlist og senda frá sér efni.

“Break My Heart So I Know”  er verkefni Stefáns sem snýst í grunninn um að gefa út lag í hverjum mánuði. Fyrr í vetur ferðaðist hann til stjarnanna í “Trip to the Stars” og óskaði sér betri bíls í “Nicer Car”.

Í haust gaf Birkir Blær út sitt fyrsta lag “Picture” sem er virkilega fallegt og einlægt. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir gefa frá sér tónlist í sameiningu en orðið á götunni er að meira sé í vændum.

Lagið er einnig komið á Spotify

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó