Birkir söng á sænsku í Idol þætti kvöldsins

Birkir söng á sænsku í Idol þætti kvöldsins

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson heldur áfram að slá í gegn í sænsku Idol keppninni. Í kvöld söng Birkir á sænsku ásamt tónlistarmanninum Peter Jöback.

Dómnefndin var hrifinn af sænskunni hans Birkis og þau voru sammála um að frammistaða hans og Peter væri sú besta hingað til í kvöld.

Birkir og Peter sungu lagið Falla Fritt sem Peter gaf út í október á þessu ári. Þátturinn er enn í gangi en í kvöld er sérstakur þáttur þar sem allir keppendur syngja ásamt þekktum listamanni.

Vanalega fá bara þeir sem komast áfram úr síðustu umferð að syngja en í kvöld var gerð undantekning þar á og allir fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Því er ekki enn komið í ljós hvort að Birkir komist áfram í næstu umferð en við munum fylgjast spennt með á Kaffið.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó