Gæludýr.is

Bjargráðasjóður greiðir 225 milljónir í styrki vegna kaltjónsMynd/Sigurgeir B. Hreinsson

Bjargráðasjóður greiðir 225 milljónir í styrki vegna kaltjóns

Bjargráðasjóður hefur greitt 225 milljónir króna í styrki til 89 bænda vegna kaltjóns í túnum á Norðurlandi veturinn 2023–2024, sem nemur 80% af væntanlegum styrkjum. Rúv greindi fyrst frá en þar kemur einnig fram að samtals bárust 121 umsókn, en 32 voru undir lágmarksskilyrðum. Styrkirnir eru metnir duga fyrir 70% af heildarkostnaði við endurræktun túna og fóðuröflun.

Til ráðstöfunar voru 300 milljónir, þar af 230 milljónir úr varasjóði fjárlaga og 70 milljónir úr fjárheimildum sjóðsins. Enn eru um 60 milljónir ógreiddar auk kostnaðar við umsóknarmat.

Mat á kaltjóni frá vorinu 2023 hefur tafist þar sem gögn úr skýrslukerfum hafa ekki borist og er það verkefni í höndum matvælaráðuneytisins. Gögn eru væntanleg í lok janúar.

Lesa má nánar á vef Rúv.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó