beint flug til Færeyja

Bjarni Aðalsteins framlengir við KA

Bjarni Aðalsteins framlengir við KA

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2026.

„Eru þetta ákaflega góðar fréttir enda hefur Bjarni verið algjör lykilmaður í liði KA undanfarin ár,“ segir í tilkynningu á vef KA.

Framsókn

Bjarni sem er 25 ára gamall er uppalinn hjá KA og hefur farið mikinn með liðinu frá því hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2019. Hann hefur nú leikið 123 leiki í deild, bikar og evrópu fyrir KA og gert í þeim 13 mörk. Þar áður lék hann á láni hjá Magna og Dalvík/Reyni auk þess að leika með liði Vermont í Bandaríska háskólaboltanum.

VG

UMMÆLI

Sambíó