Bjarni Mark gengur til liðs við KA

Bjarni Mark. Mynd: ka.is

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Mark Antonsson er genginn í raðir KA og mun spila með félaginu í Pepsi deild karla næsta sumar. Bjarni sem kemur frá Siglufirði steig sín fyrstu skref í Meistaraflokki með KA árið 2014. Síðan þá hefur hann spilað með Fjarðabyggð og Kristiansand í Svíþjóð þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár.

Bjarni lék alls 42 leiki í Svíþjóð og gerði í þeim 4 mörk. Hann er 22 ára gamall og getur spilað sem miðjumaður og varnarmaður.

„Við bjóðum Bjarna velkominn aftur í KA og verður gaman að sjá hann í gulu í sumar,“ segir í tilkynningu á heimasíðu KA.

KA menn hefja leik í Pepsi deildinni þann 28. apríl næstkomandi þegar þeir heimsækja Fjölni í Grafarvoginn.

UMMÆLI