Bjóða upp áritaða treyju til styrktar fórnarlömbum í Mexíkó

Mexíkósku stelpurnar í liði Þór/KA halda áfram að safna fyrir fórnarlömbum jarðskjálftanna í Mexíkó. Á dögunum settu þær af stað söfnunarreikning fyrir fórnarlömb. Nú hafa þær sett af stað treyjuhappdrætti.

Þær bjóða upp landsliðstreyju Mexíkó sem Sandra Mayor spilaði í. Treyjan er árituð af bæði Sandra Mayor og Bianca Sierra. Þær munu síðan sjálfar afhenda vinningshafanum treyjuna.

Nánari upplýsingar um happdrættið má sjá á myndinni hér að neðan en einnig er hægt að  leggja inn á reikning hjá Þór, 0566-05-443744, kt. 710269-2469. Setja gsm nr. í skýringu. Nafn viðkomandi fer þá á listann og hægt að fá senda mynd af því (og númerinu) til staðfestingar.

Sierra og Mayor verða í eldlínunni þegar Þór/KA mætir FH á Þórsvelli á fimmtudag í lokaleik Pepsi deildarinnar í fótbolta. Með sigri tryggir Þór/KA sér Íslandsmeistaratitilinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó