Bjórböðin hlutu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar

Bjórböðin hlutu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar

Bjórböðin á Árskógssandi hlutu nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunndar árið 2018. Verðlaunin eru afhent árlega fyrir athyglisverðar nýjungar í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á vef Samtaka ferðaþjónustunnar.

Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Bjórböðunum verðlaunin á 20 ára afmæli Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica laugardagskvöldið 10. nóvember.

Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í fimmtánda sinn sem SAF veita nýsköpunarverðlaun samtakanna en þetta árið bárust 31 tilnefning í samkeppninni um verðlaunin.

„Við hjá Bjórböðunum erum ótrúlega þakklát og stolt að hafa verið veitt þessa flotta viðurkenning. Þegar við fórum af stað í þetta verkefni höfðum við mikla trú á því að við gætum skapað nýja og ógleymanlega upplifun í ferðaþjónustu. Viðbrögðin frá gestum hafa verið gríðarlega góð og eru því þessi verðlaun mikil viðurkenning af okkar starfi og þökkum við kærlega fyrir okkur,“ segja þau Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur Bjórbaðanna

Sambíó

UMMÆLI