Kvennaathvarfið
Færeyjar 2024

Björgunarsveitir ræstar út í morgun

Mikið hvassveðri og ofan koma er á Norðurlandi í dag. Björgunvarsveitir hafa haft í nógu að snúast. Á sjöunda tímanum í morg­un voru þær ræstar út til að aðstoða bíl sem var fast­ur í ná­grenni Þela­merk­ur í Hörgár­sveit. Þá fundu björg­un­ar­sveit­ir um sex­leytið ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn í Ljósa­vatns­skarði í nótt á leiðinni milli Ak­ur­eyr­ar og Húsa­vík­ur. Einnig hefur þurft aðstoð á Ólafsfjarðarvegi.

Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti á Facebook síðu sinni að eftirtaldir vegir í umdæminu séu lokaðir: i  Siglufjarðarvegur, vegurinn um Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. og Mývatns og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð.

Aðal­steinn Júlí­us­son starf­andi aðal­varðstjóri hjá Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri segir í samtali við mbl.is að hann eigi von á að fleiri veg­um fyr­ir norðan verði lokað með morgn­in­um vegna snjóflóðahættu. „Það er búið að kyngja niður það mikl­um snjó.“

Allt skólahald hefur verið fellt niður á Akureyri og í nágrenni og hefur lögreglan hvatt fólk til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

 

UMMÆLI

Sambíó