Björgvin Helgi náði fullkomnum leik

Björgvin Helgi náði fullkomnum leik

Um helgina mættust ÍR L og Þór Akureyri í 2. deild Íslandsmótsins í keilu. Björgvin Helgi Valdimarsson úr Þór stal senunni í viðureigninni og náði 300 stigum, eða fullkomnum leik. Á vef Keilusambands Íslands segir að hann sé sá fyrsti úr Þór sem nær fullkomnum leik.

„Það verður líka að teljast magnaður árangur keilara frá Þór að ná þessum merka áfanga með fullkomnum leik en eins og fólk veit leggja Þórsarar á sig löng ferðalög til að spila á Íslandsmóti liða eftir að salnum var lokað á Akureyri. Með því takmarkast til muna tækifæri norðanmanna og kvenna að æfa sig í sportinu með von um árangur. Því er þetta magnað afrek Björgvins,“ segir á vef Keilusambandsins.

Í umfjöllun sambandsins er skorað á aðalstjórn Þórs og Akureyrarbæ að leggja keiludeild félagsins lið með því að koma upp aðstöðu fyrir keilu í bænum.

Á Fésbókarsíðu KLÍ má sjá stutt videó af því þegar Bjrögvin tók 12. og síðustu felluna í leiknum.

Sambíó

UMMÆLI