Black lives matter samstöðumótmæli á Akureyri

Black lives matter samstöðumótmæli á Akureyri

Akureyringar eru hvattir til þess að koma saman á Ráðhústorgi næsta sunnudag, 7. júní klukkan 14:00, og sýna samstöðu með Black lives matter hreyfingunni.

„Við vonumst til að sem flestir geti tekið sér stund til að sýna sig og láta sig málið varða. Einstaklingar eru hvattir til að koma með skilti. Dagskrá verður auglýst von bráðar,“ segir í lýsingu á viðburðinum á Facebook.

Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins sem myndast hefur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Í Bandaríkjunum hefur verið mótmælt í öllum ríkjum.

Yfir þrjú þúsund manns komu saman á samstöðumótmælum á Austurvelli í Reykjavík í gær og víðsvegar um Evrópu hefur fólk komið saman og sýnt samstöðu með hreyfingunni.

Nánari upplýsingar um viðburðinn á Akureyri má finna á Facebook með því að smella hér.

UMMÆLI