Blöskraði tjaldbúðir ferðamanna í leyfisleysi við þjóðveginn – ,,Alls staðar er að finna út við þjóðveg mannaskít og salernispappír“

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson var ekki sáttur á leið sinni um Húnavatnssýslu þegar hann varð var við 30 manna hjólreiðahóp sem var búinn að tjalda og koma sér fyrir mjög nálægt þjóðveginum. Þegar hann stoppaði og benti þeim á að tjaldsvæði væri skammt frá á Blönduósi þar sem þau gætu frekar tjaldað, fékk hann síður skemmtilegt viðmót. Ferðamennirnir tjáðu honum að þau vildu ekki borga fyrir neitt og töldu það vera í rétti sínum að tjalda þar sem þeim sýndist. Sveinn sagði hópinn sýna náttúrunni svívirðislegt tillitsleysi og lýsir því hvernig hann steig í salernispappírsvafning á jörðinni eftir einn meðlim hópsins sem hafði nýlega létt á sér. Við fengum góðfúslegt leyfi Sveins til að birta pistilinn í heild sinni hér að neðan:

Mynd sem Sveinn tók af tjaldbúðum ferðamannana.

Við þjóðveg eitt, rétt við brúnna yfir Gljúfurá í Húnavatnssýslu, voru yfir þrjátíu manna hjólreiðahópur frá Póllandi saman komin og búin að tjalda, kveikja eld, og byrjaður að létta á sér.
Mér fannst staðsetning tjaldbúða þeirra heldur nálægt þjóðveginum en ekki var nema um 5 til 8 metrar á þjóðveginn.

Ég vatt mér út úr bílnum og spurði hvers vegna þau hafi ekki gist á Blönduósi. Þar sé glæsilegt tjaldsvæði og góð aðstaða.Mállaus pólverji baðaði út höndunum og þóttist ekkert skilja. Annar aðili úr hópnum kom að og spurði mig á slæmri ensku „what you want?“
Þegar ég gékk í áttina til hans til að segja honum frá þessum afleita tjaldstað steig ég á salernisvafning á jörðinni. Vinur hans hafði nýlega létt á sér. Eftir ábendingar og kurteisislega ábendingu og áhyggjur mínar um aðstöðuleysi þeirra og kvörtun um að ganga svona um sveitina mína, þá blöskraði mér algjörlega svarið.
„We not pay! We stay here. We not pay.“
Þegar ég gerði manninum grein fyrir stöðunni og hversu stutt væri í betri aðstöðu, hnussaði hann og sagði eitthvað á pólsku og sagði svo um leið á ensku er hann gékk í burtu: „We dont mind!“

Mér er ekki sama hvernig ágangur ferðamanna er orðin og algjört svívirðislegt tillitsleysi um náttúruna. Oft á tíðum ömurleg markaðssetning íslenskra fyrirtækja sem bjóða upp á og hvetja til þess að lagt sé hvar sem er um landið. Alls staðar er að finna út við þjóðveg mannaskít og salernispappír. Hjá þessum pólska hóp var brúin yfir Gljúfurá kamarinn þeirra og á meðan ég ræddi við fólkið var einn þeirra að gera sig kláran.
Það er ljóst að ferðamenn eru stjórnlausir um landið og engin virðist axla ábyrgð. Þeir eru farnir að valda skaða og skemmdum á viðkvæmum svæðum og ónæði af þeim er gengdarlaust. En auðvitað er hrúgað til landsins ferðamönnum og ótrúlegar verðlýsingar og okur er orðið að aðalfréttum hjá erlendum ferðasíðum á netinu. Hingað koma erlendar ferðaskrifstofur með hópa og lítil sem engin gjöld eru greidd fyrir afnot af landinu. Hóparnir keppast við að komast hjá því að borga og nýta þjónustuna. Ég veit um dæmi af erlendum rútubílstjórum sem vinna hér á erlendum rútum réttindalausir eða með sérkennileg leyfi. Ísland er stjórnlaust af ferðamönnum sem gera það sem þeim sýnist.

Þegar ég fæ gesti heim til mín og með vinsemd segi, vertu eins og heima hjá þér, er ég ekki þar með að biðja viðkomandi að skíta á stofugólfið, og ganga um alla íbúðina mína a skítugum skónum. Ég býð honum að njóta þess sama og ég geri, njóta þess að vera heima hjá mér og einmitt njóta gestrisni minnar.
Það þarf að breyta þessari þróun strax. Auka þarf heimildir lögreglu því í þessu tilfelli í Húnavatnssýslu gat lögreglan ekkert gert. Breyta þarf lögum strax.
Koma þarf á fót mannaðri land- og náttúrugæslu sem vel gæti verið kostuð með gjöldum af ferðamönnum, ákveðinni ferðaþjónustu, bílaleigum, og öllum þeim aðilum sem selja ferðir um landið sem er þannig að ferðamaðurinn borgar fyrir stjórnlaust ferðalag eins og t.d. þessar kúkabílaleigur boða.

Ég er búinn að fá nóg. Mér er ekki sama. Ísland á meira skilið en það að það sé skitið á það og það nítt niður af stjórnleysi!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó