Blúndur og blásýra í Freyvangi

Blúndur og blásýra í Freyvangi

Gamanleikritið Blúndur og blásýra í leikstjórn Völu Fannell verður frumsýnt í Freyvangsleikhúsinu föstudaginn 18. október.

Systurnar Abbý og Marta Brewster búa í ættarhúsinu ásamt bróðursyni sínum. Svarti sauðurinn í fjölskyldunni skýtur upp kollinum með miður göfug áform og fara þá myrk leyndarmál fjölskyldunnar að líta dagsins ljós.

Leikritið var frumsýnt á Broadway árið 1941 og var þar á fjölunum í tæp þrjú ár við miklar vinsældir og hlaut mikil lof áhorfenda. Kvikmynd eftir leikritinu kom út 1944 og hlaut einnig mikil lof.

Verkið hefur þótt mjög vinsælt í íslensku leiklistarflórunni, enda bráðskemmtilegt og drepfyndið.Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is

UMMÆLI