Boðið uppá það besta frá Slippnum á „Pop-up“ viðburði Bryggjunnar

Boðið uppá það besta frá Slippnum á „Pop-up“ viðburði Bryggjunnar

Dagana 10. til 11. Nóvember næstkomandi verður haldinn viðburður sem enginn ætti að láta sér framhjá fara þegar að matreiðslumeistarinn Gísli Matthías frá Slippnum í Vestmannaeyjum mætir til byggða og heldur glæsilegt pop up á Bryggjunni þar sem boðið verður uppá það besta frá Slippnum.

Í boði verða tveir matseðlar sem innihalda nokkra af vinsælustu réttum Slippsins annarsvegar 10. rétta og einnig 5. rétta og hefur Pétur Jónsson yfirþjónn Bryggjunar útbúið glæsilega vínpörun fyrir seðlana.

Gísli verður einnig með kynningu á bókinni sinni ,,Slippurinn; recepies and stories from Iceland“ sem hefur slegið í gegn víða um heiminn.

Sigurgeir yfirkokkur á Bryggjunni og Gísli kynntust fyrr í sumar þegar þeir voru að elda saman í einkaviðburði hér fyrir norðan. Þar kviknaði sú hugmynd að þeir myndu elda saman mat frá Slippnum úr hráefni úr nánasta umhverfi í bland við hráefni frá eyjum og bjóða uppá hann fyrir Akureyringa á Bryggjunni.

Undanfarið hafa átt sér stað miklar og spennandi breytingar á Bryggjunni. Þeir Pétur Jónsson, yfirþjónn, og Sigurgeir Kristjánsson, yfirmatreiðslumeistari, hafa sameinað krafta sína í að breyta Bryggjunni í afslappaðan fine dining veitingastað þar sem að góð þjónusta og gott úrval af kokteilum og víni haldast saman hönd í hönd við matreiðslu þar sem áhersla er lögð á frábært hráefni matreitt með nýstárlegum aðferðum í bland við klassískar aðferðir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó