Prenthaus

Boltinn á Norðurlandi: Matareitrun og öflugir Magnamenn

Boltinn á Norðurlandi: Matareitrun og öflugir Magnamenn

Í þætti dagsins hjá Boltanum á Norðurlandi er farið yfir leiki vikunnar og einnig snert á öðrum atburðum. Ítarleg umfjöllun og einkunnir úr bikarleik hjá Magna gegn HK og frá leik Þórs gegn Reyni frá Sandgerði. Aðrir leikir sem voru til umfjöllunar voru stór töp hjá Tindastól og Þór/KA og sigur KA gegn Leikni R.

Leikur hjá Dalvík/Reyni og Þrótti Vogum um síðustu helgi hefur verið á margra manna vörum vegna dómgæslu þar sem Þróttarar töldu sig vera rænda. Dalvík/Reynir senti frá sér myndband með helstu atriðunum úr leiknum og voru þau rædd en ljóst er að lið Dalvíkur/Reynis hagnaðist ekkert meir á dómgæslu úr þessum leik heldur en Þróttarar. Þetta og meira í þætti dagsins

Dagskráin:
0-9 mín Matareitrun og Dómgæsla
9-14 mín KA – Leiknir R
14-19 mín ÍBV-Tindastóll
19-24 mín Valur-Þór/KA
24-42 mín Magni-HK
42-56 mín Þór-Reynir S
56-67 mín Upphitun fyrir helgina og aðrar umræður

P.S. Hljóðið er að mati þáttastjórnenda talsvert betra en í síðustu þáttum.


UMMÆLI

Sambíó