Bóndastrákurinn sem varð atvinnumaður í körfubolta

Bóndastrákurinn sem varð atvinnumaður í körfubolta

Tryggvi Snær Hlinason, bóndastrákurinn sem varð atvinnumaður í körfubolta, er næsti viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Áskorun í Sjónvarpi Símans. Hér að neðan má sjá smá brot úr næsta þætti sem kemur á morgun, fimmtudag, í Sjónvarp Símans Premium.

Tryggvi sem spilar nú sem atvinnumaður í körfubolta segir að hann hafi alltaf verið með svar við því þegar fólk spurði hann hvað hann ætlaði sér að verða þegar hann yrði stór. Hann ætlaði sér að verða bóndi í Svartárkoti í Bárðardal.

Tryggvi varð hins vegar stærri en flestir þegar hann varð stór og þegar hann flutti til Akureyrar til að stunda nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri byrjaði hann að æfa körfubolta með Þór. Í kjölfarið tók við ævintýraleg íþróttasaga og í dag er Tryggvi landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta.

Brot úr þættinum Áskorun má sjá hér að neðan en eins og áður segir má nálgast þáttinn í heild sinni á morgun, fimmtudag, í Sjónvarpi Símans Premium.

https://www.facebook.com/siminn.is/videos/3229458880398053/

UMMÆLI

Sambíó